IRMA DESIGN STUDIO.

Irma Design Studio er hönnunarstudio sem rekur sitt eigið framleiðsluverkstæði og er eina fyrirtæki sinnar tegundar á landinu. Framleiðsluverkstæðið býr yfir fullkomnum tækjakosti þar sem hönnuðir og viðskiptavinir hafa góða yfirsýn yfir verkefnið sem tryggir hratt og hagkvæmt ferli frá hönnun að verkskilum.

Fyrirtækið hefur meðal annars sérhæft sig í hönnun á innréttingum og húsgögnum fyrir heimili og fyrirtæki ásamt leikmyndum og leikmunum fyrir innlendar og erlendar kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, söfn, auglýsingar og fjölmarga menningarviðburði.


ABOUT IRMA DESIGN STUDIO.

Irma is a creative company specializing in set design, set building, prop and modelmaking for film, TV, theater and commercials.

The Irma staff counts set designers, carpenters, prop makers and moulding, casting and sculpting specialists. Irma also specialises in the design and custom making of furniture and interiors. At Irma we provide office space for production and art departments as well as ample storage space for sets and properties during production.

High quality 5-Axis CNC cutting and milling.

Our facilities house state of the art 5-Axis Biesse Rover CNC router cutting equipment and very experienced CNC operators and technicians. We offer CNC profile cutting, CNC 3D milling, and complete CNC router cutting services at our workshop. We are able to CNC cut a range of materials including wood, plastics, composites, and selected metals. We also use 3D printers at our workshop for prototyping .


FRAMLEIÐSLUVERKSTÆÐI.

Deildin samanstendur af trésmíða – málningar og járnsmíðaverkstæði. Á framleiðsluverkstæðinu er unnið að smíði hönnunar fyrirtækisins ásamt fjölmörgum verkefnum fyrir sífelt stækkandi hóp viðskiptavina fyrirtækisins.

Verkstæðin eru útbúin nýjustu tækjum þar sem meðal annars er notast við 5 ása Biesse Rover CNC fræsara til að ná sem mestri hagkvæmni í efnisnotkun og vinnsluhraða og annan þriggja ása fræsara fyrir tvívíðan skurð. Starsmenn Irma Studio hafa mikla reynslu í þrívíddarskurði og vinnslu þrívíða hluta.

 


HÖNNUNARDEILD.

Hönnunardeild sér um alla hönnun á vegum fyrirtækisins.
Meðal þess sem deildin hefur fengist við er útlitshönnun á leikmyndum, söfnum, hljóðupptöku og sjónvarpsverum, skrifstofurýmum, veitingastöðum, húsgögnum og útlitshönnun fyrir kvikmyndir, leikhús og sjónvarp.


MÓTAGERÐ OG LEIKMUNA VERKSTÆÐI.

Verkefni deildarinnar eru tvískipt, annarsvegar er það sem kallast Special Effect Makeup og Prosthetics og felst meðal annars í því að búa til ýmis leik og áverkagerfi og líkamsparta. Afurðir deildarinnar koma fyrir fjölmörgum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum sem gerð eru á Íslandi.

Hins vegar er um að ræða skúlptúrgerð sem fyrirtækið hefur unnið fyrir kvikmyndir, auglýsingar og aðra aðila auk vopna og leikmunagerðar fyrir söfn og kvikmyndir.

Irmastudio er í samstarfi við Morten Jacobsen sem er leiðandi á sínu sviði í Evrópu. Morten hefur m.a unnið mikið með Lars Von Trier og í kvikmyndunum um Harry Potter. Samstarf Mortens og Irma Studio er því gríðarlegur fengur fyrir íslenska kvikmyndagerð. Heimir Sverrisson og Morten Jacobsen voru meðal annars tilnefndir til menningarverðlauna DV 2016 fyrir vinnu sína í Eiðnum í leikstjórn Baltasar Kormáks og hlutu einnig Edduverðlaunin sama ár fyrir gervahönnun.


LEIKMYNDADEILD.

Starfsfólk Leikmyndadeildar vinnur náið með leikstjóra, leikmyndahönnuði og tökumanni á undirbúningstíma verkefna. Verkefnin snúa að vali á tökustöðum, skipulagningu á tökum, innkaupum á húsmunum, farartækjum og öllu sem kemur fyrir auga áhorfandans hverju sinni.css.php